„Þetta er mjög sérkennilegur úrskurður sem ég get ekki kallað annað en rugl,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, í Facobook-hópnum Málspjallið. Vísar hann þar til nýjasta úrskurðar mannanafnanefndar þar…

„Þetta er mjög sérkennilegur úrskurður sem ég get ekki kallað annað en rugl,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, í Facobook-hópnum Málspjallið. Vísar hann þar til nýjasta úrskurðar mannanafnanefndar þar sem ákveðið var að nafnið Hrafnadís væri ótækt og afbökun á Hrafndís. Nafnið Reymar var þó samþykkt. Spruttu í kjölfarið miklar umræður á samfélagsmiðlum um ákvörðun nefndarinnar.

Samkvæmt mannanafnanefnd þurfa nöfn að geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í málinu, þau mega ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi, þau séu rituð í samræmi við ritreglur íslenskunnar og þau verði ekki nafnbera til ama. Eiríkur telur Hrafnadís ekki afbökun og telur nefndina fara offari. Á sama máli er Illugi Jökulsson rithöfundur sem segir úrskurð nefndarinnar „sönnun þess að það ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“.