Hafi löggjafinn í raun ætlað sér að banna vatnsaflsvirkjanir hefði það átt að standa skýrum stöfum í lagatexta og lögskýringargögnum. Þetta segir Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá Landsvirkjun, í samtali við Morgunblaðið þegar álits hennar er leitað á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun úr gildi.
Steinunn segir að þegar tilskipun Evrópusambandsins var innleidd í lög um stjórn vatnamála hafi átt sér stað umræður í þingnefnd sem um málið fjallaði og orðalagi þar verið lítillega breytt, sem dómarinn túlkaði á þann veg að ákvæðið ætti ekki við um vatnsaflsvirkjanir og engar undanþágur væru heimilar þar með vegna þess. Nefnir hún að þetta sé dæmi um svokallaða „gullhúðun“, þ.e. þegar gengið sé lengra í innleiðingu Evróputilskipunar en mælt sé fyrir um. oej@mbl.is » 6