Regína Ósk, söngkona og útvarpsstjarna á K100, ræddi við kollega sína í þættinum Skemmtilegri leiðinni heim í beinni útsendingu frá Tenerife síðasta daginn sinn á eyjunni. Regína hefur notið síðustu sólargeislanna ásamt eiginmanni sínum, Svenna Þór, …
Regína Ósk, söngkona og útvarpsstjarna á K100, ræddi við kollega sína í þættinum Skemmtilegri leiðinni heim í beinni útsendingu frá Tenerife síðasta daginn sinn á eyjunni. Regína hefur notið síðustu sólargeislanna ásamt eiginmanni sínum, Svenna Þór, og vinahjónum, en hún kom aftur heim á föstudagskvöldi.
Hún sagðist hafa nýtt fríið vel og notið fjölbreyttrar matargerðar. Þrátt fyrir veisluna á Spáni viðurkenndi hún að hún væri farin að láta sig dreyma um þorramat, sérstaklega súra punga.
Nánar á K100.is.