Samstarfið markar mikil tímamót.
Samstarfið markar mikil tímamót.
Sjö indversk einkafyrirtæki hafa náð samningum um samstarf á sviði geimrannsókna og þróun gervitungla við varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, fyrirtæki á sviði varnarmála og aðrar ríkisstofnanir vestanhafs

Sjö indversk einkafyrirtæki hafa náð samningum um samstarf á sviði geimrannsókna og þróun gervitungla við varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, fyrirtæki á sviði varnarmála og aðrar ríkisstofnanir vestanhafs. Er þetta í fyrsta skipti sem Indverjar vinna náið með Bandaríkjamönnum með þessum hætti, en fyrirtækin Northrop Grumman og Lockheed Martin eru á meðal þeirra varnarmálafyrirtækja sem taka þátt.

Indverjar hafa að undanförnu lagt mikla áherslu á fótfestu í geimnum, m.a. með þróun nýrra gervitungla. Fram til þessa hafa þeir verið í nánu sambandi við Rússland en með nýjum samningi við Bandaríkin heyrir það samstarf sögunni til. Þjóðaröryggisráðgjafi Indlands fagnar samstarfi og segir það byltingu.