Kóngurinn Rithöfundinum finnst glórulaust að halda Óskarinn núna.
Kóngurinn Rithöfundinum finnst glórulaust að halda Óskarinn núna. — AFP/Mathew Tsang
Stephen King hefur gefið það út að hann muni ekki kjósa til Óskarsverðlaunanna í ár vegna eldanna í Los Angeles. Variety greinir frá því að rithöfundurinn telji einnig að hætta eigi við Óskarsverðlaunahátíðina vegna eyðileggingarinnar í borginni en…

Stephen King hefur gefið það út að hann muni ekki kjósa til Óskarsverðlaunanna í ár vegna eldanna í Los Angeles. Variety greinir frá því að rithöfundurinn telji einnig að hætta eigi við Óskarsverðlaunahátíðina vegna eyðileggingarinnar í borginni en áætlað er að hátíðin fari fram sunnudaginn 2. mars í Dolby-­leikhúsinu í Hollywood. Bætir King því við að glórulaust sé að halda hátíðina á meðan LA logi. Í kjölfar eldanna ákvað kvikmyndaakademían að framlengja kjörtímabil Óskarsverðlaunanna og fresta tilnefningum til fimmtudagsins 23. janúar en upphaflega átti að tilkynna þær 17. janúar. Ekki eru þó allir sammála King. Rosanna Arquette sagði við Variety að í ár snerist þetta ekki bara um að fagna listinni. „Þetta snýst um að nota list til að endurbyggja, hvetja og hjálpa þeim sem þurfa mest á henni að halda.“