— Morgunblaðið/Karítas
Fyrstu framkvæmdir í borgarlínuverkefninu hófust í gær þegar skóflur fóru í jörðu á Kársnesi, þar sem grafa á fyrir Fossvogsbrú. Það var Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem mundaði fyrstur skófluna í athöfninni í hádeginu í gær

Fyrstu framkvæmdir í borgarlínuverkefninu hófust í gær þegar skóflur fóru í jörðu á Kársnesi, þar sem grafa á fyrir Fossvogsbrú. Það var Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem mundaði fyrstur skófluna í athöfninni í hádeginu í gær. „Það er draumur allra samgönguráðherra að taka fyrstu skóflustungu að samgöngumannvirkjum,“ sagði ráðherrann um verkefnið sem áætlað er að klárist árið 2028. „Vonandi munu framkvæmdir ganga hratt fyrir sig og við getum tekið þetta í notkun sem allra fyrst.“