Ásvellir Haukar fagna óvæntum sigri gegn Tindastóli í gærkvöld.
Ásvellir Haukar fagna óvæntum sigri gegn Tindastóli í gærkvöld. — Morgunblaðið/Eggert
Botnlið Hauka gerði sér lítið fyrir og sigraði Tindastól, 100:99, í æsispennandi leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Tindastóli mistókst þar með að ná efsta sætinu úr höndum Stjörnunnar, sem tapaði fyrir ÍR í gærkvöld

Botnlið Hauka gerði sér lítið fyrir og sigraði Tindastól, 100:99, í æsispennandi leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld.

Tindastóli mistókst þar með að ná efsta sætinu úr höndum Stjörnunnar, sem tapaði fyrir ÍR í gærkvöld. Haukar náðu hins vegar Hetti og liðin sitja nú jöfn í fallsætunum.

Leikurinn var hnífjafn en Tindastóll virtist vera að ná undirtökunum í fjórða leikhluta og komst í 85:79. En á lokakaflanum komust Haukar yfir á ný og Everage Rich­ardson kom þeim í 100:96 úr tveimur vítaskotum þegar tíu sekúndur voru eftir. Þriggja stiga karfa frá Giannis Agravanis var ekki nóg fyrir Skagfirðinga.

De'sean Parsons skoraði 24 stig fyrir Hauka, Everage 21 og Steven Verplancken 20. Agravanis og Dedrick Basile skoruðu 24 stig hvor fyrir Tindastól og Adomas Drungilas 21.