„Þessi bygging og starfsemin sem þar verður á heima á iðnaðarsvæði þar sem enginn á erindi nema til að koma og sækja vörur og þeir sem vinna þar. Miðsvæði á aftur á móti að þjóna þeim borgarhluta sem að því liggur,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt

„Þessi bygging og starfsemin sem þar verður á heima á iðnaðarsvæði þar sem enginn á erindi nema til að koma og sækja vörur og þeir sem vinna þar. Miðsvæði á aftur á móti að þjóna þeim borgarhluta sem að því liggur,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt.

Á fjölmennum íbúafundi á vegum Félags sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi var byggingu vöruhússins við Álfabakka 2 mótmælt.

„Á fundinum voru íbúar einhuga um að það væri ekkert hægt að gera í stöðunni annað en að fjarlægja húsið sem passar ekki inn í hverfið og samræmist ekki gildandi aðalskipulagi,“ segir Leifur Skúlason Kaldal formaður félagsins. » 14