Æskan á Skákþinginu Haukur V. Leósson fylgist með Tristani F. Jónssyni.
Æskan á Skákþinginu Haukur V. Leósson fylgist með Tristani F. Jónssyni. — Ljósmynd/Una Strand Viðarsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ekki verður annað sagt en að Kópavogsbúar séu að taka Skákþing Reykjavíkur 2025 með trompi því að eftir fyrstu þrjár umferðir mótsins hafa þeir raðað sér í efstu sætin. Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Hólm Birkisson, Bárður Örn Birkisson og Birkir…

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Ekki verður annað sagt en að Kópavogsbúar séu að taka Skákþing Reykjavíkur 2025 með trompi því að eftir fyrstu þrjár umferðir mótsins hafa þeir raðað sér í efstu sætin. Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Hólm Birkisson, Bárður Örn Birkisson og Birkir Ísak Jóhannsson eru allir með fullt hús vinninga, síðan koma fjórir skákmenn með 2½ vinning, Benedikt Briem, Símon Þórhallsson, Mikhael Jóhann Karlsson og Júlíus Friðjónsson. Ekki hefur verið mikið um óvænt úrslit á mótinu og þá kannski helst þau að Birkir Ísak vann Hilmi Frey Heimisson með svörtu í 3. umferð en Hilmir teygði sig of langt í vinningstilraunum sínum.

Fjölmargir kornungir skákmenn taka þátt í mótinu og hefur verið gaman að fylgjast með frammistöðu þeirra. Hinn átta ára gamli Dagur Sverrisson var næstum því búinn að vinna þrautreyndan skákmann, Kristján Örn Elíasson, í 1. umferð en varð að sætta sig við jafntefli að lokum. Ýmsir aðrir á svipuðu reki hafa einnig verið að sýna skemmtilega takta.

Einn er sá sem sjaldan bregst þegar leitað skal skemmtilegra tilþrifa. Lítum á eftirfarandi stöðu:

Skákþing Reykjavíkur 2025, 2. umferð:

Kristján Halldórsson – Gauti Páll Jónsson

Eins og sjá má hefur svartur byggt upp mikinn þrýsting eftir h-línunni og hér lét hann til skarar skríða:

24. … Dxh2+! 25. Hxh2 Hxh2+ 26. Kf1 Hh1+ 27. Kf2 H8h2+ 28. Ke3 Hxd1 29. Hxd1 He2 mát!

Eftirfarandi skák fannst mér athyglisverð fyrir baráttuna eftir að hvítur vann skiptamun með skemmtilegri brellu. Björn Hólm Birkisson tefldi virkilega góða skák eftir að hafa lent í erfiðri byrjun því Ingvar Þór hélt vel á spöðunum lengst af. Undir slíkum kringumstæðum er mikilvægast að gefast ekki upp. Ingvar missti fyrst tökin í 31. leik er hann gaf Birni kost á að fara í drottningarkaup með 31. … Dxb3 og leika síðan 32. … Hb4. Í baráttunni sem í hönd fór var Ingvar lengst af með ákveðin vinningsfæri en átti erfitt með að finna haldgóða áætlun. Þegar Björn náði að leika 48. … b4 var hann í raun búinn að tryggja sér jafntefli en Ingvar vildi sigur. Hann gáði ekki að sér þegar hann lék 50. He3 í stað 50. Ha1 sem heldur jafnvægi.

Skákþing Reykjavíkur 2025, 2. umferð:

Ingvar Þ. Jóhannesson – Björn Hólm Birkisson

Katalónsk byrjun

1. c4 e6 2. Rf3 d5 3. d4 Rf6 4. g3 Be7 5. Bg2 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Dc2 c6 8. Dxc4 b5 9. Dc2 Bb7 10. Rc3 Rbd7 11. Bg5 h6 12. Bxf6 Rxf6 13. Re4 Rxe4 14. Dxe4 Hb8 15. De3 Db6 16. Re5 Hfd8 17. Df4 Bf6

18. Rd7 Hxd7 19. Dxb8+ Hd8 20. Df4 Hxd4 21. Dc1 Hc4 22. Dd2 Hd4 23. Dc2 Hc4 24. Db3 a5 25. Hab1 Hb4 26. Dc2 Hc4 27. Dd2 Hd4 28. De3 c5 29. Bxb7 Dxb7 30. 30. Hfd1 Dd5 31. Db3 c4 32. Hxd4 cxb3 33. Hxd5 bxa2 34. Ha1 exd5 35. Hxa2 a4 36. Kf1 Kf8 37. Ke1 Ke7 38. Kd2 Kd6 39. Kc2 Kc5 40. Ha3 Bd4 41. e3 Be5 42. h3 Kc4 43. g4 Bf6 44. Ha1 Kc5 45. f4 Kc4 46. Ha2 Kb4 47. Ha1 Kc4 48. He1 He1 b4 49. e4 Bh4 50. He3 d4 51. b3 axb3+ 52. Hxb3 Be1

53. Hf3 Bc3 54. e5 d3+ 55. Kb1 b3 56. Hf1 d2 57. h4 Kd3 58. f5 Ke2 59. Hh1 Bxe5 60. g5 d1=D+ 61. Hxd1 Kxd1 62. f6 Bxf6

– og hvítur gafst upp.

Í fjórðu umferð á morgun, sunnudag, mætast Vignir Vatnar og Bárður Örn, og Birkir Ísak og Mikhael Jóhann. Björn Hólm tekur ½ vinnings yfirsetu.