Ameríski fótboltinn Íþrótt sem nýtur mikillar hylli fólks um víða veröld.
Ameríski fótboltinn Íþrótt sem nýtur mikillar hylli fólks um víða veröld. — AFP
Veitingastaðir í Reykjavík eru byrjaðir að undirbúa útsendingar frá úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl. Tveir veitingastaðir hafa fengið leyfi borgarráðs um tímabundið áfengisveitingaleyfi til kl

Veitingastaðir í Reykjavík eru byrjaðir að undirbúa útsendingar frá úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl.

Tveir veitingastaðir hafa fengið leyfi borgarráðs um tímabundið áfengisveitingaleyfi til kl. 04.30 aðfaranótt 10. febrúar nk. vegna beinnar sjónvarpsútsendingar á úrslitaleik Super Bowl (ofurskálarinnar) í Bandaríkjunum.

Þetta eru veitingastaðirnir American bar, Austurstræti 8-10, og Keiluhöllin Egilshöll, Fossaleyni 1. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.

Fleiri veitingastaðir í borginni hafa boðið upp á beinar útsendingar frá þessum viðburði undanfarin ár og því má búast við að fleiri umsóknir berist á næstunni.

Úrslitaleikurinn um ofurskálina er sá íþróttaviðburður sem vekur einna mesta athygli í heiminum ár hvert. Að þessu sinni fer hann fram í Caesar's Superdome i New Orleans 9. febrúar. Rapparinn Kendrick Lamar verður aðalstjarnan í söngatriði hálfleiksins. sisi@mbl.is