Tilefni Skíðakappar bregða á leik með kampavínsflöskur, eftir keppni sem fram fór um helgina.
Tilefni Skíðakappar bregða á leik með kampavínsflöskur, eftir keppni sem fram fór um helgina. — AFP/Fabrice Coffrini
Samkvæmt nýjustu tölum framleiðenda minnkaði sala á frönsku kampavíni um 9,2% á síðasta ári. Þegar árið var hálfnað mældist samdrátturinn 15% og þótti framleiðendum ljóst að minnka þyrfti það magn af þrúgum sem tína mætti af vínviðnum það sumarið

Samkvæmt nýjustu tölum framleiðenda minnkaði sala á frönsku kampavíni um 9,2% á síðasta ári.

Þegar árið var hálfnað mældist samdrátturinn 15% og þótti framleiðendum ljóst að minnka þyrfti það magn af þrúgum sem tína mætti af vínviðnum það sumarið. Kampavínsmarkaðurinn rétti ögn úr kútnum á seinni helmingi ársins en samanlagt fóru 271,4 milljónir kampavínsflaskna á markað á síðasta ári og þar af rötuðu rúmlega 118 milljónir til franskra kaupenda sem er 7,2% minna en árið 2023. Frakkland flutti út rösklega 153 milljónir flaskna af kampavíni í fyrra og er það 10,8% minna en árið á undan.

Í umfjöllun Reuters um málið er haft eftir formanni samtaka franskra vínframleiðenda að kampavínsmarkaðurinn endurspegli vel hugarástand neytenda. Segir hann verðbólgu, stríðsátök og óvissu jafnt í efnahagsmálum og á stjórnmálasviðinu hafa átt þátt því í að neytendur létu það síður eftir sér að skála í kampavíni í fyrra. ai@mbl.is