Norður ♠ KD653 ♥ ÁK54 ♦ D4 ♣ K6 Vestur ♠ ÁG74 ♥ G7 ♦ KG95 ♣ DG9 Austur ♠ 1098 ♥ D109862 ♦ 62 ♣ 74 Suður ♠ 2 ♥ 3 ♦ Á10873 ♣ Á108532 Suður spilar 3G

Norður

♠ KD653

♥ ÁK54

♦ D4

♣ K6

Vestur

♠ ÁG74

♥ G7

♦ KG95

♣ DG9

Austur

♠ 1098

♥ D109862

♦ 62

♣ 74

Suður

♠ 2

♥ 3

♦ Á10873

♣ Á108532

Suður spilar 3G.

Nokkrir gamlir meistarar hafa á síðustu árum skrifað ævisögur og farið yfir bridsferilinn. Einn þeirra er Bandaríkjamaðurinn Peter Weichsel en hann var að senda frá sér síðara bindi æviminninga sinna sem hann nefnir Bridge's First Hippie.

Í bókinni fjallar Weichsel m.a. um spilið að ofan þar sem hann kom raunar ekki við sögu. Í vestur sat Ron Sukoneck og hann opnaði á 1♦, Precision. Norður sagði 1♠, suður 2♣, norður 3♥ og suður 3G. Sukoneck fann eina útspilið sem dugði gegn þessum samningi, ♦K og síðan meiri tígul þegar suður gaf. Þessi árás á innkomu suðurs þýddi að hann gat ekki bæði fríað laufið og gætt sér á því og spilið tapaðist.

Það er kallað Merrimack-bragð þegar spilarar fórna háspili til að fjarlægja mikilvæga innkomu andstæðings og er nefnt eftir bandaríska gufuskipinu Merrrimack sem var fórnað til að loka óvinaflota inni í höfn á Kúbu árið 1898.