Helgi Eyleifur Þorvaldsson
Helgi Eyleifur Þorvaldsson
„Á Norðurlöndunum er gert ráð fyrir 6-12 mánaða öryggislager en á Íslandi hafa verið til birgðir í 3-4 mánuði. Þegar Kornax-verksmiðjunni verður lokað verða birgðir aðeins til eins mánaðar. Það verður enginn lengur með birgðir af hveiti þegar…

„Á Norðurlöndunum er gert ráð fyrir 6-12 mánaða öryggislager en á Íslandi hafa verið til birgðir í 3-4 mánuði. Þegar Kornax-verksmiðjunni verður lokað verða birgðir aðeins til eins mánaðar. Það verður enginn lengur með birgðir af hveiti þegar innflutningur verður eingöngu í sekkjum, þannig að þetta eykur ekki beinlínis fæðuöryggi,“ segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson landbúnaðarfræðingur um lokun Kornax-verksmiðjunnar við Sundahöfn.

Húsnæðið rifið og fá ekki leyfi

Vandi Kornax er tvíþættur. Annars vegar hafa Faxaflóahafnir sagt upp húsaleigusamningi og hins vegar fær fyrirtækið ekki starfsleyfi fyrir nýja verksmiðju á Grundartanga.

Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að húsnæði Kornax við Korngarða verði rifið.

„Það er gert af öryggisástæðum og það kemur ekkert í staðinn, í bili að minnsta kosti,“ segir Gunnar.

Arnar Þórisson forstjóri Líflands segir að heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafi ekki verið tilbúið til að gefa starfsleyfi fyrir starfseminni á Grundartanga og þar sem leigusamningur við Faxaflóahafnir hafi ekki fengist framlengdur sé ekki um annað að ræða en að leggja verksmiðjuna niður.

Ef Matvælastofnun hefði verið leyfisveitandi þá hefði fengist starfsleyfi.

Kornax-myllan hefur verið í notkun síðan 1986. Ný mylla kostar á þriðja milljarð króna. » 4