Hildur Kristín Stefánsdóttir byrjaði árið með því að senda frá sér Afturábak, fyrstu breiðskífuna á löngum ferli. Hún segir að platan sé 100% frá hjartanu og öll unnin út frá tilfinningum og upplifunum sem hún hefur átt síðustu ár.