Ríkissaksóknari segir embættinu ekki heimilt að fella úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki menn sem játuðu að hafa tekið þátt í kynmökum með Sigurjóni Ólafssyni og konu með andlega fötlun, þar sem brotið var gegn konunni

Ríkissaksóknari segir embættinu ekki heimilt að fella úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki menn sem játuðu að hafa tekið þátt í kynmökum með Sigurjóni Ólafssyni og konu með andlega fötlun, þar sem brotið var gegn konunni.

Sigurjón var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn konunni á dögunum, þar á meðal fyrir að hafa látið hana sofa hjá mönnunum.

Dómurinn er til skoðunar hjá ríkissaksóknara með hliðsjón af því hvort efni eru til áfrýjunar af hálfu ákæruvaldsins en ekki var sakfellt fyrir allt sem ákært var fyrir. » 4