Norður
♠ 852
♥ 10984
♦ Á764
♣ 84
Vestur
♠ G1097
♥ D762
♦ D105
♣ 75
Austur
♠ KD643
♥ –
♦ G98
♣ 109632
Suður
♠ Á
♥ ÁKG32
♦ K32
♣ ÁKDG
Suður spilar 6♥.
Í sveitakeppni opnaði suður á alkröfu, 2♣ og varð síðan sagnhafi í hjartaslemmu. Út kom spaðagosi og suður drap með ás og lagði niður hjartaás, ætlaði að taka tvo efstu og leggja síðan upp. En það kom babb í bátinn þegar austur henti spaða. Á endanum gaf sagnhafi slagi á hjartadrottningu og tígul.
Ef sagnhafi hefði kafað dýpra í spilið hefði hann séð að eina hættan var að trompið lægi 4-0. Leiðin til að bregðast við því er að spila ♥G í öðrum slag. Ef vestur tekur slaginn með drottningu og spilar hjarta drepur sagnhafi í borði, trompar spaða heim með kóng, spilar tígli á ás í borði, trompar síðasta spaðann með ás, spilar litlu hjarta á blindan og tekur trompin af vestri. Með þessu móti fær sagnhafi fimm slagi á hjarta, spaðaás, tvo slagi á tígul og fjóra slagi á lauf, 12 alls.