Leiðangur Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kastaði á loðnu.
Leiðangur Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kastaði á loðnu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Árni [Friðriksson] var að kasta á loðnu, en það hefur verið lítið hjá Heimaey,“ upplýsir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í samtali við 200 mílur á mbl.is í gær, spurður hvort sést hafi til loðnu á norðursvæði loðnuleiðangursins

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

„Árni [Friðriksson] var að kasta á loðnu, en það hefur verið lítið hjá Heimaey,“ upplýsir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í samtali við 200 mílur á mbl.is í gær, spurður hvort sést hafi til loðnu á norðursvæði loðnuleiðangursins. „Ég get ekkert sagt um magnið,“ sagði hann.

Guðmundur kvaðst ánægður með gang leiðangursins. „Þetta gengur ágætlega þessa dagana eftir að veðri slotaði. Við erum að vonast til þess að ná að klára mælingar á megninu af leitarsvæðinu fyrir helgi.“

Gert er ráð fyrir að Polar Ammassak ljúki yfirferð á austurmiðum í dag, en Barði sem var fyrir austan mun aðstoða Heimaey VE að ljúka yfirferð norður af landinu.

„Árni [Friðriksson] á svolítið eftir á Vestfjarðamiðum, það dregst kannski aðeins fram í næstu viku. Við vonumst til að vera komin með einhverja ráðgjöf í kringum þarnæstu helgi, en það fer eftir veðri og fleiru og verður bara að koma í ljós.“