Hversdagur Joakim Eskildsen myndar fólkið sem stendur honum næst.
Hversdagur Joakim Eskildsen myndar fólkið sem stendur honum næst.
Samsýningin Nánd hversdagsins var opnuð í gær í Listasafni Íslands. Sýningin samanstendur af rúmlega 60 ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann

Samsýningin Nánd hversdagsins var opnuð í gær í Listasafni Íslands. Sýningin samanstendur af rúmlega 60 ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð ­Íslands og stendur til 4. maí.

„Verkin á sýningunni voru valin úr ákveðnum myndaröðum úr höfundarverki hvers og eins listamanns þar sem birtist djúp ástríða fyrir því að ljósmynda fólk á þeim stöðum sem standa því næst,“ segir í tilkynningu en nálgun listamannanna er sögð þrungin væntumþykju og hverfast um nánd, eftirtekt og íhygli gagnvart viðfangsefninu.