Fyrir fjóra 1 kg kinnfiskur – við notum þorsk en má vera steinbítur eða hvaða kinnfiskur sem er 50 g pak choy-kál 1 stk. chilli, skorið í sneiðar 2 stk. hvítlauksgeirar, kramdir og saxaðir 100 g smjör 1 stk

Fyrir fjóra

1 kg kinnfiskur – við notum þorsk en má vera steinbítur eða hvaða kinnfiskur sem er

50 g pak choy-kál

1 stk. chilli, skorið í sneiðar

2 stk. hvítlauksgeirar, kramdir og
saxaðir

100 g smjör

1 stk. lime

5 stk. þunnt skornir sveppir

Gljái

25 g sykur

50 g sojasósa

1 stk. chilli, skorinn í sneiðar

5 g hvít sesamfræ

5 g svört sesamfræ

3 g maizena

Blandið öllu saman nema maizena og sjóðið upp. Setjið svo maizena út í heitan vökvann þar til orðinn mjúkur og gljáandi.

Hitið pönnu vel og bætið helmingi af smjöri út á. Setjið kinnarnar á pönnuna og náið góðri steikingu á þær. Snúið við á pönnunni. Pak choy, hvítlauk, sveppum og rest af smjöri bætt við og það fellt. Bætið gljáanum við eftir smekk; gott er að muna að gljáinn er bragðmikill og gott gæti verið að bera hann fram með svo að fólk geti fengið sér eftir smekk.

Borið fram með soðnum hrísgrjónum.