Hin bandaríska Sophie Thatcher er það sem kallað hefur verið „orgdrottning“ í bíó.
Hin bandaríska Sophie Thatcher er það sem kallað hefur verið „orgdrottning“ í bíó. — AFP/Robyn Beck
Hrollur Bandaríska leikkonan Sophie Thatcher er ekki hrollhrædd en Heretic, þar sem Hugh Grant hrellti hana, er ekki fyrr farin úr bíó en ný hryllingsmynd með Thatcher í aðalhlutverki, Companion, drepur þar niður fæti

Hrollur Bandaríska leikkonan Sophie Thatcher er ekki hrollhrædd en Heretic, þar sem Hugh Grant hrellti hana, er ekki fyrr farin úr bíó en ný hryllingsmynd með Thatcher í aðalhlutverki, Companion, drepur þar niður fæti. Andlát milljarðamærings hefur áhrif á persónu hennar og vini meðan þau dveljast yfir helgi í sumarhúsi hans við fallegt stöðuvatn. Annars er Thatcher, sem er ekkert skyld Margréti heitinni, þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Yellowjackets. Companion verður frumsýnd hér á landi á fimmtudaginn.