Norður ♠ 972 ♥ 92 ♦ 10973 ♣ Á963 Vestur ♠ G10 ♥ KD8643 ♦ G2 ♣ 1074 Austur ♠ Á64 ♥ ÁG7 ♦ K8 ♣ KG852 Suður ♠ KD853 ♥ 105 ♦ ÁD654 ♣ D Suður spilar 4♠ doblaða

Norður

♠ 972

♥ 92

♦ 10973

♣ Á963

Vestur

♠ G10

♥ KD8643

♦ G2

♣ 1074

Austur

♠ Á64

♥ ÁG7

♦ K8

♣ KG852

Suður

♠ KD853

♥ 105

♦ ÁD654

♣ D

Suður spilar 4♠ doblaða.

Svonefndur butlertvímenningur er nokkuð vinsælt keppnisform. Útreikningurinn minnir á sveitakeppni og reiknað er meðalskor þar sem hæsta og lægsta skorið er ekki tekið með.

Tveggja kvölda butlertvímenningi lauk í vikunni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur með sigri Gunnlaugs Karlssonar og Kjartans Ingvarssonar. Þeir sóttu sjóinn fast í spilinu hér að ofan og gæftirnar voru líka góðar.

Gunnlaugur opnaði á 1♠, vestur sagði 2♥, Kjartan gaf kurteisishækkun í 2♠ og austur stökk í 4♥. Gunnlaugur sagði 4♠ að bragði og austur doblaði þegar að honum kom eins og flestir myndu gera.

Vörnin tók tvo hjartaslagi og skipti í lauf sem Gunnlaugur drap með ás og spilaði spaða. Austur hoppaði upp með ás og skipti í tígulkóng og þá var eftirleikurinn auðveldur. 10 slagir og 590 til NS: