Ung kona kom inn í bankann og vildi skipta ávísun. „Ertu með skilríki?“ spurði gjaldkerinn vingjarnlega. „Já, auðvitað,“ svaraði konan og setti bókasafnsskírteinið á borðið. „Ertu ekki með eitthvað með mynd af þér á?“ „Úff, hvernig læt ég,“ sagði konan og rétti gjaldkeranum fjölskyldumynd úr veskinu. „Þetta er ég þarna í aftari röðinni.“
Guðrún var í strætó og tók eftir að ungur maður, sem hélt sér í sömu stöng og hún, starði á hana. Eftir nokkra stund sagði ungi maðurinn: „Fyrirgefðu, en hér fer ég út!“ Guðrún leit í kringum sig og sá að hún var ekki fyrir manninum og sagði: „Jæja? Farðu þá bara út, vinurinn!“ „Og þetta er stöngin mín,“ bætti maðurinn við. Guðrún starði ráðvillt á hann þangað til hann sagði: „Stöngin sem þú heldur í ... ég var að kaupa hana í Húsasmiðjunni.“
„Mig vantar 10.000 múrsteina,“ sagði maður sem kom í Húsasmiðjuna. „Hvað ertu að fara að byggja, ef ég má spyrja?“ sagði afgreiðslumaðurinn. „Ég ætla að hlaða útigrill,“ svaraði maðurinn. „Vá, þetta eru margir múrsteinar fyrir eitt grill!“ „Nei eiginlega ekki. Ég bý á 7. hæð í Asparfellinu, þú skilur.“