Fyrir fjóra
1 kg bleikjuflök skorin í steikur
250 g smjör
100 g Pak choy salat
50 g skallottlaukur, gróft skorinn
10 stk kirsuberja-
tómatar
1 stk sítróna
500 g soðnar kartöflur skornar til helminga
1 tsk. chilliduft
20 g dill
Hitið vel pönnu og bætið helmingi af smjörinu út á. Steikið bleikjuna á kjöthliðinni fyrst mjög snögglega til þess að fá lit á hana. Kryddið roðið með salti og pipar og örlitlu chillidufti. Snúið bleikjunni við og bætið afgangi af smjöri við. Leyfið bleikjunni að vera á roðhliðinni þar til borin fram. Aðalatriðið er að roðið sé orðið stökkt. Skallottlauk er bætt við pönnuna ásamt pak choy salati og eldið þar til fallið. Raðið kirsuberjatómötum, sítrónu og dillgreinum fallega ofan á.