Ekki var alltaf auðvelt að velja rétta símanúmerið í gamla daga.
Ekki var alltaf auðvelt að velja rétta símanúmerið í gamla daga. — Morgunblaðið/Ásdís
G nokkur ritaði Víkverja í Morgunblaðinu bréf í ársbyrjun 1945 og var í vandræðum. Ástæðan var sú að menn voru upp til hópa ekki búnir að ná nægilega góðum tökum á sjálfvirka símanum, sem þá var nýkominn til sögunnar á Íslandi

G nokkur ritaði Víkverja í Morgunblaðinu bréf í ársbyrjun 1945 og var í vandræðum. Ástæðan var sú að menn voru upp til hópa ekki búnir að ná nægilega góðum tökum á sjálfvirka símanum, sem þá var nýkominn til sögunnar á Íslandi.

Símanúmer G var númeri lægra en símanúmer eins af prestum bæjarins og oft kom það fyrir, að þó G svaraði með því að nefna sitt númer, að spurt var formálalaust: „Er það síra X?“, eða „er það presturinn?“ Sumir hófu strax umræður: „Getur þú skírt hjá mjer á sunnudaginn? Getur þú gift mig á laugardag?“

Símanúmer G var heldur ekki langt frá númeri erlendrar sendisveitar og „þið ættuð að heyra þær spurningar sem jeg er spurður að, áður en jeg fæ tækifæri til að leiðrjetta misskilninginn“.

Stundum fékk G líka símtöl sem ætluð voru einhverjum ráðherra og svo var það veitingahús, þar sem unnu greinilega Gunna, Stína og Manga. „Þetta eru vafalaust snotrustu stúlkur, en jeg ætla ekki að vera neinn milligöngumaður um þeirra tilfinningamál. Getur þú ekki hjálpað mjer, Víkverji minn?“