Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er leiðtogi sem hefur verið í brú fyrirtækisins frá upphafi.
Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er leiðtogi sem hefur verið í brú fyrirtækisins frá upphafi.
Árið 2024 hefur verið viðburðaríkt hjá okkur. Við höfum gengið í gegnum mikilvægt breytingaskeið samruna, endurmörkunar og flutninga. Við höfum horft til framtíðar með skýra sýn: Að byggja upp lifandi fyrirtæki og vera leiðandi afl í þeim geirum sem við þjónum,“ segir Guðrún

Árið 2024 hefur verið viðburðaríkt hjá okkur. Við höfum gengið í gegnum mikilvægt breytingaskeið samruna, endurmörkunar og flutninga. Við höfum horft til framtíðar með skýra sýn: Að byggja upp lifandi fyrirtæki og vera leiðandi afl í þeim geirum sem við þjónum,“ segir Guðrún.

„Fastus var stofnað árið 2006 með það að markmiði að byggja upp traustan grunn fyrir faglega þjónustu og sérfræðiþekkingu á fyrirtækjamarkaði. Nafnið Fastus, sem merkir „stolt“ á latínu, endurspeglar kjarnann okkar og þá trú sem við höfum á þjónustunni og því sem við leggjum okkur fram við að gera,“ segir Guðrún og bætir við að frá stofnun hefur Fastus keyrt starfsemi sína undir einu nafni. „Til að koma til móts við öra þróun og vöxt að undanförnu var þó tímabært að endurskipuleggja og skerpa á áherslum félagsins. Í dag hefur Fastus skipt starfsemi sinni í tvær sérhæfðar söludeildir: Heilbrigðisdeild, sem sér um tæki og vörur fyrir heilbrigðisgeirann og fyrirtækjadeild sem þjónustar fjölbreyttan fyrirtækjamarkað um vörur og þjónustu, þó einum veitingageirann. Að auki starfar tæknisvið, sem tryggir uppsetningu, þjónustu og viðhald á öllum tækjum og búnaði sem félagið flytur inn.“

Þessi skýra skipting hefur styrkt stöðu Fastus sem leiðandi afl á bæði heilbrigðis- og fyrirtækjamarkaði. „Við leggjum mikla áherslu á að bjóða vörur í hæsta gæðaflokki og veita faglega þjónustu sem byggir á sérfræðiþekkingu okkar,“ segir Guðrún. „Með þessa nálgun hefur Fastus fest sig í sessi sem traustur samstarfsaðili fagaðila og fyrirtækja og lagt grunn að áframhaldandi vexti og árangri,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus.