Stjórn AtvinnurekendaAuðs, efst frá vinstri: Margrét Reynisdóttir, Anna M. Björnsdóttir, Jónína Bjartmarz, Katrín Rós Gýmisdóttir og Aðalheiður Karlsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Ragnheiður Ásmundsdóttir, Kristín Ýr Pálmarsdóttir og Ásta Sveinsdóttir. Á myndina vantar Kristínu Björgu Jónsdóttur.
Stjórn AtvinnurekendaAuðs, efst frá vinstri: Margrét Reynisdóttir, Anna M. Björnsdóttir, Jónína Bjartmarz, Katrín Rós Gýmisdóttir og Aðalheiður Karlsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Ragnheiður Ásmundsdóttir, Kristín Ýr Pálmarsdóttir og Ásta Sveinsdóttir. Á myndina vantar Kristínu Björgu Jónsdóttur. — Ljósmynd/Silla Páls
AtvinnurekendaAuður er félag innan FKA-regnhlífarinnar sem er sérstaklega ætlað konum sem eiga og reka fyrirtæki,“ segir Jónína Bjartmarz formaður deildarinnar og leggur áherslu á að félagið skapi vettvang þar sem konur í atvinnurekstri geta…

AtvinnurekendaAuður er félag innan FKA-regnhlífarinnar sem er sérstaklega ætlað konum sem eiga og reka fyrirtæki,“ segir Jónína Bjartmarz formaður deildarinnar og leggur áherslu á að félagið skapi vettvang þar sem konur í atvinnurekstri geta vaxið, eflt tengslanet sitt og fengið stuðning við að takast á við áskoranir sem mæta þeim sem fyrirtækjaeigendum. „Markmið AtvinnurekendaAuðs er að standa vörð um hagsmuni félagskvenna, veita sérhæfðan stuðning og bjóða upp á fræðslufundi sem miða að þörfum og áhugasviði þeirra.“

Mikil fjölgun félagskvenna

Jónína tekur fram að skilyrði aðildar að AtvinnurekendaAuði sé að eiga og reka fyrirtæki, hvort heldur sem er einar eða með öðrum, hafa verið með rekstur eða hyggja á sjálfstæðan rekstur. „Það hefur verið einstaklega gefandi að vera í AtvinnurekendaAuði öll þessi ár og það sem hefur verið einna mest gefandi er hve félagskonum hefur fjölgað. Þegar félagið var stofnað árið 2013 voru 34 konur sem sóttu stofnfundinn og í dag erum við að nálgast 500 félagskonur. Margar þessara kvenna eru líka mjög virkar í starfi AtvinnurekendaAuðs, tilbúnar að taka þátt í viðburðum, fyrirtækjakynningum sem og alls kyns ferðum, bæði innanlands og utan,“ segir Jónína og bætir við að virk þátttaka kvenna í fjölbreyttu starfi FKA og deilda þeirra sé til þess fallin að efla og víkka tengslanet þeirra, þekkingu og reynslu.