Miklar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjustöðva að undanförnu hafa sett rekstur þeirra í vanda. Hjónin Oddrún Ýr Sigurðardóttir og Þorleifur Þorri Jónsson starfrækja gróðrarstöðina Reykás skammt frá Flúðum og frá því þau keyptu þann rekstur í…

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Miklar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjustöðva að undanförnu hafa sett rekstur þeirra í vanda. Hjónin Oddrún Ýr Sigurðardóttir og Þorleifur Þorri Jónsson starfrækja gróðrarstöðina Reykás skammt frá Flúðum og frá því þau keyptu þann rekstur í júní á síðasta ári hefur orkureikningurinn hækkað um 42%, er nú kominn í liðlega 10 milljónir króna á mánuði. Þetta segja þau að gjörbreyti öllum forsendum starfseminnar sem þau hafi lagt allt sitt í.

„Eðlilega leitar aukinn kostnaður fljótt út í verðlagið og staða mikilvægrar matvælaframleiðslu veikist,“ segir Oddrún Ýr í samtali við Morgunblaðið. Hún reifaði stöðuna í bréfi sem sent var forsætisráðherra og umhverfis- og orkuráðherra fyrir helgi, auk þess sem það var birt á félagsmiðlum. Þau bíða nú svara ráðamanna og vilja aðgerðir, því að vandinn sé mikill.

„Hækkun á rafmagnsverði nú er væntanlega að einhverju leyti komin til vegna þess að á Íslandi vantar meiri orku. Samt má ekki virkja og víða er andstaða gegn slíku. Að vera í nafni umhverfisverndar á móti aukinni framleiðslu á rafmagni sem nýst gæti meðal annars til sjálfbærrar matvælaframleiðslu er mótsögn. Orkukostnaðurinn fyrir framleiðslu okkar nú er sligandi. Því viljum við að stjórnvöld stígi inn, jafnhliða því sem við hér í Reykási könnum hvort ekki borgi sig að setja upp vindmyllur eða sólarskerma. Allt kemur til greina,“ segir Oddrún. » 4

Höf.: Sigurður Bogi Sævarsson