Bandaríski seðlabankinn virðist ekki ætla að hlusta á Trump.
Bandaríski seðlabankinn virðist ekki ætla að hlusta á Trump. — AFP/Mandel Ngan
Samkvæmt frétt Yahoo er búist við að Bandaríski seðlabankinn muni tilkynna í dag hlé á frekari vaxtalækkunum. Það sé stjórnmálamanna að halda áfram baráttunni við verðbólguna undir nánu og háværu eftirliti hins nýkjörna forseta Donalds Trumps

Samkvæmt frétt Yahoo er búist við að Bandaríski seðlabankinn muni tilkynna í dag hlé á frekari vaxtalækkunum. Það sé stjórnmálamanna að halda áfram baráttunni við verðbólguna undir nánu og háværu eftirliti hins nýkjörna forseta Donalds Trumps.

Að sögn greiningaraðila mun Bandaríski seðlabankinn halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,50% vegna vaxandi verðbólgu, eftir þrjár vaxtalækkanir í röð.

Það yrði í andstöðu við ákall Trumps um að bankinn eigi að lækka stýrivexti án tafar.