Guðrún Jóna O'Connor, söluráðgjafi fyrirtækjadeildar Fastus, leggur mikinn metnað í þjónustuna.
Guðrún Jóna O'Connor, söluráðgjafi fyrirtækjadeildar Fastus, leggur mikinn metnað í þjónustuna. — Morgunblaðið/Karítas
Frá stofnun hefur veitingageirinn verið okkar helsti viðskiptavinahópur. Við höfum árum saman starfað með stóreldhúsum, veitingastöðum, hótelum, mötuneytum, börum og kaffihúsum þar sem við höfum lagt áherslu á að veita sérsniðnar lausnir og hágæða vörur og tæki

Frá stofnun hefur veitingageirinn verið okkar helsti viðskiptavinahópur. Við höfum árum saman starfað með stóreldhúsum, veitingastöðum, hótelum, mötuneytum, börum og kaffihúsum þar sem við höfum lagt áherslu á að veita sérsniðnar lausnir og hágæða vörur og tæki. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í fjölmörgum stórum verkefnum þar sem við höfum hannað, teiknað og skipulagt eldhús í samstarfi við viðskiptavini okkar. Rétt hönnun og skipulag eldhúsa stuðlar að betri vinnuaðstöðu, auknum afköstum og hámörkun árangurs. Með reynslu okkar og sérþekkingu höfum við skapað traustan grunn fyrir þjónustu okkar,“ segir Guðrún Jóna.

Þróun undanfarinna ára hefur þó víkkað sjóndeildarhringinn. „Við höfum aukið umfang okkar á fyrirtækjamarkaði og bjóðum nú lausnir sem ná út fyrir veitingageirann. Vöruúrval okkar er í hæsta gæðaflokki og byggist á samstarfi við fremstu framleiðendur heims. Auk tækja og búnaðar fyrir stóreldhús bjóðum við fjölbreyttar lausnir fyrir þvottahús fyrirtækja, sérhannaðar innréttingar og húsgögn fyrir hótel, stofnanir og önnur fyrirtæki ásamt starfsmannafatnaði og rekstrarvöru. Þessi þróun hefur styrkt stöðu okkar sem leiðandi samstarfsaðili í veitingageiranum og fyrirtækjamarkaðnum almennt. Slagorðið okkar: „Við vinnum með þeim bestu“ endurspeglar þessa vegferð og þann metnað sem við leggjum í að skila framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar,“ segir Guðrún Jóna O'Connor, söluráðgjafi fyrirtækjadeildar Fastus.