Grindavík Skrifstofur bæjarins eru nú í Reykjavík og Grindavík.
Grindavík Skrifstofur bæjarins eru nú í Reykjavík og Grindavík. — Morgunblaðið/Eggert
Grindavíkurbær er nú með skrifstofur á tveimur stöðum, í Tollhúsinu í Reykjavík og á gömlu skrifstofunum í Grindavík. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja starfsemina að fullu aftur til Grindavíkur

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Grindavíkurbær er nú með skrifstofur á tveimur stöðum, í Tollhúsinu í Reykjavík og á gömlu skrifstofunum í Grindavík. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja starfsemina að fullu aftur til Grindavíkur.

„Þetta er eitt af því sem menn hafa verið að velta fyrir sér hvenær verði en engin ákvörðun hefur verið tekin. Við horfum til þess tíma þegar fleiri íbúar flytja heim og fyrirtæki auka starfsemi sína í bænum,“ segir bæjarstjórinn.

Fundir haldnir í Grindavík

Hann segir að heilmikil viðvera sé á bæjarskrifstofunum í Grindavík þó að starfsemin hafi ekki formlega verið flutt þangað.

„Það er starfsemi í húsinu alla daga. Þar eru fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs haldnir, fundir fastanefnda og sitthvað fleira. Svo eru þar starfsstöðvar sem ýmsir starfsmenn hafa til afnota.

Meðan hætta er á endurteknum rýmingum eins og verið hefur hefur hins vegar ekki verið talið fært að leggja niður aðstöðuna í Tollhúsinu. Grindavíkurnefndin er þar og ýmsir sérfræðingar sem aðstoða okkur koma þar í hús. Þar eiga líka allir aðgang að okkur sem vilja reka erindi við bæinn.“

Höf.: Höskuldur Daði Magnússon