Móðir Vigdís mætir með kornabarn sitt til vinnu.
Móðir Vigdís mætir með kornabarn sitt til vinnu. — Skjáskot/Rúv
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti skipar sérstakan sess í hörtum Íslendinga og voru vinsældir þáttanna um Vigdísi á Rúv eftir því. Þjóðinni hefur þótt vænt um Vigdísi allt frá því hún braut blað í sögunni er hún var kjörin forseti Íslands fyrst kvenna

Andrea Sigurðardóttir

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti skipar sérstakan sess í hörtum Íslendinga og voru vinsældir þáttanna um Vigdísi á Rúv eftir því. Þjóðinni hefur þótt vænt um Vigdísi allt frá því hún braut blað í sögunni er hún var kjörin forseti Íslands fyrst kvenna.

Á þeim tíma voru menn uppteknir af því að hún væri einstæð móðir og jafnvel með einstætt brjóst. Sem kona í stjórnunarstöðu mætti hún með kornabarnið sitt í vinnuna og lét hlutina ganga upp. Í dag eru sem betur fer breyttir tímar, segja margir. En hafa þeir mikið breyst?

Í dag velta menn enn fyrir sér hvort einhleypum konum sé treystandi í ábyrgðarstöður. Það gamla stef heyrist í það minnsta á kaffistofum bæjarins í tengslum við formannskosningar Sjálfstæðisflokksins. Einstæðar mæður mæta enn með kornabörn sín í vinnuna til þess að láta hlutina ganga upp, enda eiga þær almennt aðeins rétt á sex mánaða fæðingarorlofi. Börn einstæðra mæðra njóta þrátt fyrir þetta ekki forgangs í dagvistun, en bið eftir dagvistun getur hlaupið á tveimur til þremur árum.

Þættirnir um Vigdísi minntu á að baráttunni fyrir því að jafna rétt barna einstæðra mæðra og barna hjóna og sambýlisfólks er ekki lokið.

Höf.: Andrea Sigurðardóttir