Lögmæti Formaður Kennarasambands Íslands í héraðsdómi í gær.
Lögmæti Formaður Kennarasambands Íslands í héraðsdómi í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar um lögmæti verkfallsaðgerða kennara á morgun, föstudag. Hópur foreldra leikskólabarna höfðaði mál gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallanna. Aðalmeðferð fór fram í gær

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar um lögmæti verkfallsaðgerða kennara á morgun, föstudag. Hópur foreldra leikskólabarna höfðaði mál gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallanna. Aðalmeðferð fór fram í gær.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari gerir ráð fyrir að í dag verði boðað til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Stefnt er að því að gera úr­slita­tilraun til að höggva á hnút­inn í deil­unni áður en verk­fallsaðgerðir hefjast á ný á mánu­dag. Ekki ligg­ur þó fyr­ir hvenær fund­ur­inn verður. Spurður hvort það þýði að ein­hver ár­ang­ur hafi náðst í sam­töl­um á milli deiluaðila síðustu daga seg­ir hann það ekki endi­lega vera svo.

„Það þýðir að það þarf að minnsta kosti að draga sam­an ein­hvers kon­ar niður­stöðu af þessu ferli,“ sagði Ástráður í sam­tali við mbl.is síðdegis í gær.

Hann sagði blasa við að verkföll myndu hefjast eftir helgina, þannig þyrfti að gera úrslitatilraun til að höggva á hnútana.

Líkt og fram hef­ur komið hef­ur lít­ill sem eng­inn fram­gang­ur orðið í viðræðunum frá því sam­komu­lag um friðarskyldu var gert í lok nóv­em­ber og verk­föll­um frestað.

Deiluaðilar hafa ekki hist á form­leg­um samn­inga­fundi frá því á miðviku­dag­inn í síðustu viku. Þá var reynt til þraut­ar að finna grund­völl að frek­ara sam­tali, án ár­ang­urs.

Sá þá rík­is­sátta­semj­ari ekki til­efni til að boða til frek­ari funda, nema eitt­hvað gæfi til­efni til. Sam­töl hafa þó átt sér stað á milli deiluaðila og ein­hverj­ar þreif­ing­ar verið í gangi. solrun@mbl.is