Norður
♠ Á9764
♥ G7
♦ 92
♣ K863
Vestur
♠ K8
♥ 109843
♦ G753
♣ ÁG
Austur
♠ 102
♥ KD62
♦ KD6
♣ 7542
Suður
♠ DG53
♥ Á5
♦ Á1084
♣ D109
Suður spilar 4♠.
Íslenska sveitin Grant Thornton tók forustuna í upphafi á alþjóðlega WBT Masters-mótinu sem lýkur í dag í Hörpu. Í spilinu að ofan fékk sveitin stóra sveiflu á móti annarri íslenskri sveit.
Stefán Stefánsson og Helgi Sigurðsson AV. Þar opnaði Stefán í austur á 1G sem sýndi 10-14 punkta. Helgi í vestur yfirfærði í hjarta og Stefán fékk níu slagi í 2♥ eftir varnarmisök, 140, sem reyndist eina talan til AV í salnum.
En við hitt borðið gerðu Guðmundur Halldórsson og Gunnar Björn Helgason betur. Þar fékk Gunnar Björn í suður að opna á 1♣, vestur sagði 1♥ og Guðmundur doblaði til að sýna spaðalit. Austur stökk í 2G til að sýna góðan hjartastuðning, Gunnar Björn sagði 3♠ og Guðmundur lyfti í 4♠ sem unnust þegar ♠K lá fyrir svíningu og laufið lá mjög heppilega. Ekkert annað NS-par komst í geim.