Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR. Eru þá komin þrjú framboð í embættið. Þorsteinn Skúli starfar á mannauðs- og stefnusviði BYKO í dag en á árunum 2007 til 2021 starfaði hann hjá VR, lengst af sem sérfræðingur á kjaramálasviði.