Skák
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Í efsta flokki stómótsins í Wijk aan Zee sem borið hefur nafn stáliðjufyrirtækisins Tata Steel frá árinu 2007 var þátttaka nýbakaðs heimsmeistara, Dommaraju Gukesh, sérstakt fagnaðarefni. Hann fyllir í það skarð sem áttfaldur sigurvegari mótsins, Magnús Carlsen, skilur eftir. Gukesh var mættur til Hollands ásamt fjórum löndum sínum en í efsta flokki eru keppendur að venju 14 talsins. Fyrir lokasprettinn sem hófst í gær var Indverjinn einn efstur:
1. Gukesh 7½ v. (af 10) 2. Abdusattorov 7 v. 3. Praggnanandhaa 6½ v. 4. Fedoseev 6 v. 5.-6. Caruana og Wei 5½ v. 7.-8. Giri og Sarana 5 v. 9. Harikrishna 4½ v. 10.-11. Van Foreest og Keymer 4 v. 12. Warmerdam 3½ v. 13.-14. Ergiasi og Mendonca 3 v.
Hollendingar hafa átt nokkra sigurvegara í Wijk aan Zee undanfarin ár og er þeirra fremsti maður, Anish Giri, einn þeirra. Það var því beðið með mikilli eftirvæntingu eftir viðureign Giri við Gukesh, sem fram fór strax í fyrstu umferð. Viðureign þeirra var hlaðin mikilli spennu en Giri tókst með frábærri taflmennsku að byggja upp vinningsstöðu. En í tímahrakinu missti hann af rakinni vinningsleið:
Wijk aan Zee 2025; 1. umferð:
Dommaraju Gukesh – Anish Giri
Katalónsk byrjun
1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c5 4. O-O Rc6 5. d4 e6 6. c4 dxc4 7. Da4
Katalónsk byrjun hefur nokkrum sinnum komið upp á mótinu. Aðrir möguleikar eru 7. dxc5, 7. Ra3 eða 7. Re5.
7. … Bd7 8. dxc5 Bxc5 9. Dxc4 Be7 10. Rc3 O-O 11. e4 Hc8 12. De2 Bc5 13. Bg5
Ónákvæmni. Hér er markvissara að leika 13. e5 Rd5 14. Re4.
13. … h6! 14. Bh4?!
Hann tekur áhættuna en mannsfórnin er hæpin. Eftir 14. Bxf6 Dxf6 á svartur þægilega stöðu.
14. … g5 15. Rxg5 hxg5 16. Bxg5 e5 17. Dd2
17. Rd5 er einfaldlega svarað með 17. … Rd4 og 18. … Be7.
17. … Be7 18. Bh6 Kh7 19. Bxf8 Bxf8 20. f4 Be6 21. Rd5 Rb4!
Það skiptir höfuðmáli í vörnum svarts hversu „liprir“ léttu mennirnir eru.
22. fxe5 Rg4 23. Had1 Kh8! 24. Kh1 Hc2 25. Df4 Rxd5!
Bráðsnjallt því nú er 26. exd5 svarað með 26. … Bxd5!, t.d. 27. Hxd5 Dxd5! 28. Bxd5 Hxh2+ 29. Kg1 Bc5+ 30. Hf2 Bxf2+ 31. Kf1 Re3+ 32. Ke2 Bxg3+ og drottningin fellur.
26. Df3 Db6! 27. exd5 Hf2 28. Dc3 Bb4?! 29. Dc1 Bf5! 30. Dg5 Bf8 31. Dh4+? Bh6? 32. Hde1 Dxb2 33. h3? Be4!
Eftir nokkra ónákvæma leiki hjá báðum finnur Giri frábæran leik. Hvíta staðan er töpuð!
34. Hxf2 Rxf2+ 35. Kg1
35. … Db6??
Sorglegur afleikur. Það er eins og Giri hafi ekki áttað sig á því að eftir 36. … Rg4! gengur 37. Hxe4 ekki vegna 37. … Db6+! og mátar.
36. Df6+!
Knýr fram drottningaruppskipti. Skyndilega er Giri með gjörtapað tafl.
36. … Dxf6 37. exf6 Bxg2 38. Kxg2 Rd3 39. He8+ Kh7 40. d6 Rc5 41. He5 Rd7 42. He7
- og svartur gafst upp.
Örugg forysta Vignis Vatnars
Vignir Vatnar Stefánsson hefur örugga forystu á Skákþingi Reykjavíkur þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. Hann gerði jafntefli við Ingvar Þór Jóhannesson í 7. umferð mótrsins en staða efstu manna fyrir lokaumferðirnar tvær er þessi:
1. Vignir Vatnar Stefánsson 6½ v. (af 7) 2.-3. Benedikt Briem og Birkir Ísak Jóhannsson 5½ v. 4.-7. Ingvar Þ. Jóhannesson, Oliver Aron Jóhannesson, Björn Hólm og Símon Þórhallsson 5 v.
Mótinu lýkur næsta miðvikudag.