Norður
♠ KG10
♥ 853
♦ 3
♣ KDG976
Vestur
♠ D987532
♥ –
♦ 1065
♣ 1042
Austur
♠ 4
♥ KG109742
♦ D72
♣ Á8
Suður
♠ Á6
♥ ÁD6
♦ ÁKG984
♣ 53
Suður spilar 6G.
Sveitin McAllisters vann öruggan sigur á WBT Masters-mótinu sem lauk í Hörpu á fimmtudag. Sveitin vann bæði undankeppnina og úrslitaleikinn gegn sveit Saxena með yfirburðum.
Spilið að ofan úr úrslitaleiknum snerist um að spila rétta slemmu. Við bæði borð opnaði norður á 1♣, austur stökk í 3♥, suður sagði 4♦ og norður 5♣. Við annað borðið sagði suður nú 5♥ sem vestur doblaði og norður lauk sögnum með 6♣. Tvíburarnir Ola og Mikael Rimstedt voru fljótir að hnekkja slemmunni þegar austur spilaði út hjarta sem vestur trompaði.
Við hitt borðið sagði John McAllister í suður 6G. Vestur spilaði út spaða. McAllister drap heima með ás, spilaði laufi á kóng, tígli heim á ás og aftur laufi sem austur drap og spilaði tígli. Suður stakk upp kóng, spilaði spaða á kóng og þegar hann tók laufaslagina var austur þvingaður í rauðu litunum.