Ferðaþjónusta Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skoðaði sýninguna í gær í fylgd Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair.
Ferðaþjónusta Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skoðaði sýninguna í gær í fylgd Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair Mid-Atlantic-ferðakaupstefnan hófst í Laugardalshöll í gær, í 30. sinn, og stendur yfir helgina. Kaupstefnan er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi, segir í fréttatilkynningu, en þar hittast kaupendur og seljendur ferðaþjónustu beggja…

Icelandair Mid-Atlantic-ferðakaupstefnan hófst í Laugardalshöll í gær, í 30. sinn, og stendur yfir helgina. Kaupstefnan er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi, segir í fréttatilkynningu, en þar hittast kaupendur og seljendur ferðaþjónustu beggja vegna Atlantshafsins, auk fjölda íslenskra ferðaþjónustuaðila.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar heimsóttu kaupstefnuna ásamt öðrum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu.

Alls eru nærri 700 kaupendur og seljendur skráðir á kaupstefnuna frá 23 löndum en heildarfjöldi gesta er um 1.000. Sölusvæði eru um 220 og á þeim fara fram yfir 6.000 fundir. Á kaupstefnunni er m.a. hægt að kynna sér starfsemi Kennedy Space Center og Universal Studios, jöklaferðir, baðlón og veitingastaði.