Belgía Vigdís Lilja mun leika í treyju númer níu hjá Anderlecht.
Belgía Vigdís Lilja mun leika í treyju númer níu hjá Anderlecht. — Ljósmynd/Anderlecht
Belgíska knattspyrnufélagið Anderlecht hefur fest kaup á sóknarmanninum Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur frá uppeldisfélaginu Breiðabliki. Skrifaði hún undir tveggja og hálfs árs samning, til sumarsins 2027

Belgíska knattspyrnufélagið Anderlecht hefur fest kaup á sóknarmanninum Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur frá uppeldisfélaginu Breiðabliki. Skrifaði hún undir tveggja og hálfs árs samning, til sumarsins 2027. Anderlecht hefur orðið Belgíumeistari undanfarin sjö tímabil. Vigdís, sem er 19 ára gömul, var einn af lykilmönnum Breiðabliks á síðasta tímabili þegar liðið varð Íslandsmeistari. Hún skoraði þá 11 mörk í 23 leikjum í Bestu deildinni.