Iðnó Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lét sig ekki vanta í danspartíið og sló í gegn á meðal viðstaddra.
Iðnó Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lét sig ekki vanta í danspartíið og sló í gegn á meðal viðstaddra. — Morgunblaðið/Karítas
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Konur og kvár á öllum aldri létu til sín taka á dansgólfinu í Iðnó á fimmtudagskvöldið. Danspartíið var fyrsti viðburður kvennaárs 2025. Í ár er hálf öld frá því að konur á Íslandi lögðu niður launuð sem og ólaunuð störf sín á kvennafrídeginum svokallaða

Konur og kvár á öllum aldri létu til sín taka á dansgólfinu í Iðnó á fimmtudagskvöldið. Danspartíið var fyrsti viðburður kvennaárs 2025. Í ár er hálf öld frá því að konur á Íslandi lögðu niður launuð sem og ólaunuð störf sín á kvennafrídeginum svokallaða. Á vef kvennaársins segir að á Íslandi sé langt í land þar til fullu jafnrétti verði náð og að konur og kvár búi enn við margvíslegan mismun, launamisrétti og að hér geisi enn faraldur kynbundins ofbeldis.

Segir þar enn fremur að til að fylgja eftir kvennaverkfallinu hafi fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks tekið höndum saman og lagt fram kröfur sínar. Gefa þau stjórnvöldum tæpt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og grípa til aðgerða til að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna.