Þráin til vaxtar er yfirskrift á sýningu Joris ­Rademakers sem verður opnuð í Hannesarholti í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 14-16 og stendur til 19. febrúar. Segir í tilkynningu að þar nálgist Joris hugtökin vöxt, hreyfingu og tíma út frá mismunandi sjónarhornum

Þráin til vaxtar er yfirskrift á sýningu Joris ­Rademakers sem verður opnuð í Hannesarholti í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 14-16 og stendur til 19. febrúar. Segir í tilkynningu að þar nálgist Joris hugtökin vöxt, hreyfingu og tíma út frá mismunandi sjónarhornum. Hugmyndin að sýningunni kviknaði eftir heimsókn í Hannesarholt þegar Joris skoðaði húsið vel og spjallaði við staðarhaldarann en háaloftið, með tréveggi byggða úr timburafgöngum hússins, varð honum innblástur.