— Ljósmynd/YouTube/Fox
Arnmundur Ernst Backman fer með hlutverk í nýrri Fox-seríu, Going Dutch, þar sem hann leikur hollenskan giggaló á móti stórstjörnum. Í Ísland vaknar á K100 sagði hann frá því hvernig hlutverkið kom til hans á óvæntum tíma – rétt þegar hann var …

Arnmundur Ernst Backman fer með hlutverk í nýrri Fox-seríu, Going Dutch, þar sem hann leikur hollenskan giggaló á móti stórstjörnum. Í Ísland vaknar á K100 sagði hann frá því hvernig hlutverkið kom til hans á óvæntum tíma – rétt þegar hann var farinn að sætta sig við að verkefnum færi fækkandi.

„Hollywood kom bara – og bankaði skyndilega upp á,“ sagði Arnmundur og hló. „Um leið og ég var tilbúinn að hætta að leika. Þá bankar Hollywood upp á.“

Tökurnar fóru fram á Írlandi og dvaldi hann þar í tíu vikur, en fékk að hitta fjölskylduna á tveggja vikna fresti. Hann lýsir tökutímabilinu sem ótrúlega skemmtilegu og segir persónuna sem hann lék hafa krafist þess að hann sleppti takinu. Verkefnið var því bæði frelsandi og lærdómsríkt ferli.

Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni á K100.is.