Tilkynningum um dauða fugla og spendýr hefur fækkað mikið undanfarna daga og öll sýni sem rannsökuð hafa verið síðustu tvær vikur hafa verið neikvæð. Í ljósi þessa álítur Matvælastofnun að dregið hafi verulega úr smithættu
Tilkynningum um dauða fugla og spendýr hefur fækkað mikið undanfarna daga og öll sýni sem rannsökuð hafa verið síðustu tvær vikur hafa verið neikvæð. Í ljósi þessa álítur Matvælastofnun að dregið hafi verulega úr smithættu. Fólk er þó beðið um að vera áfram á verði og tilkynna stofnuninni um veika og dauða villta fugla og spendýr. Leita skal til dýralækna varðandi veikindi í gæludýrum og búfé og hafa þeir samband við MAST telji þeir ástæðu til að rannsaka dýrin m.t.t. fuglainflúensu.