30 ára Jónas er Skagamaður en býr í Reykjavík. Hann er barþjónn og bareigandi, en hann á og rekur þrjá bari: Jungle Cocktail Bar, Bingo og sá nýjasti er Daisy Cocktail Bar. Áhugamálin eru mest­megnis kokteilagerð, matur og drykkur og allt sem tengist veitingageiranum

30 ára Jónas er Skagamaður en býr í Reykjavík. Hann er barþjónn og bareigandi, en hann á og rekur þrjá bari: Jungle Cocktail Bar, Bingo og sá nýjasti er Daisy Cocktail Bar. Áhugamálin eru mest­megnis kokteilagerð, matur og drykkur og allt sem tengist veitingageiranum.


Fjölskylda Eiginkona Jónasar er Hrafnhildur Ólafsdóttir, f. 1996, vinnur á leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti. Dætur þeirra eru Yrsa, f. 2021, og Vaka, f. 2023. Foreldrar Jónasar eru Guðni Jónas­son, f. 1969, búfræðingur, búsettur í Reykjanesbæ, og Anna Björgvinsdóttir, f. 1970, einnig búfræðingur og búsett í Reykjanesbæ.