30 ára Jónas er Skagamaður en býr í Reykjavík. Hann er barþjónn og bareigandi, en hann á og rekur þrjá bari: Jungle Cocktail Bar, Bingo og sá nýjasti er Daisy Cocktail Bar. Áhugamálin eru mestmegnis kokteilagerð, matur og drykkur og allt sem tengist veitingageiranum.
Fjölskylda Eiginkona Jónasar er Hrafnhildur Ólafsdóttir, f. 1996, vinnur á leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti. Dætur þeirra eru Yrsa, f. 2021, og Vaka, f. 2023. Foreldrar Jónasar eru Guðni Jónasson, f. 1969, búfræðingur, búsettur í Reykjanesbæ, og Anna Björgvinsdóttir, f. 1970, einnig búfræðingur og búsett í Reykjanesbæ.