— AFP/Michael Kappeler
Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), mættust í gær í fyrstu sjónvarpskappræðum sínum fyrir komandi þingkosningar í Þýskalandi. Leiðtogarnir tókust á um hin ýmsu mál en kappræðurnar byrjuðu þó á útlendingamálunum

Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), mættust í gær í fyrstu sjónvarpskappræðum sínum fyrir komandi þingkosningar í Þýskalandi.

Leiðtogarnir tókust á um hin ýmsu mál en kappræðurnar byrjuðu þó á útlendingamálunum. Scholz kvaðst vilja setja á fót fleiri brottvísunarmiðstöðvar, en Merz sagði ríkisstjórn Scholz ekki hafa gert nægilega mikið í málaflokknum. Mennirnir rökræddu svo um efnahag Þýskalands, stuðning við Úkraínu, skattamál og Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Samkvæmt könnunum er CDU með 30% stuðning en Jafnaðarmannaflokkurinn mælist með 17% stuðning. Þýski þjóðernisflokkurinn AFD mælist með 22% stuðning, en sá flokkur kom nokkuð til tals í kappræðunum.