Hetjan Jude Bellingham tryggði Real Madríd endurkomusigur.
Hetjan Jude Bellingham tryggði Real Madríd endurkomusigur. — AFP/Paul Ellis
Real Madríd vann dramatískan 3:2-sigur á Manchester City í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Etihad-l­eikvanginum í Manchester í gærkvöldi

Real Madríd vann dramatískan 3:2-sigur á Manchester City í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Etihad-l­eikvanginum í Manchester í gærkvöldi.

Erling Haaland kom heimamönnum í Man. City í tvígang í forystu, fyrst á 19. mínútu og svo á 80. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Í millitíðinni hafði Kylian Mbappé jafnað metin fyrir Real Madríd.

Fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Brahim Díaz metin í 2:2 áður en Jude Bellingham tryggði gestunum frá Madríd sigurinn með marki undir blálokin.

París SG fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með öruggum útisigri á löndum sínum í Brest, 3:0.

Ousmane Dembélé skoraði tvívegis fyrir PSG og hefur nú skorað 23 mörk í 28 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Vitinha kom Frakklandsmeisturunum á bragðið með marki úr vítaspyrnu.

Slíkt hið sama gerði ­Borussia Dortmund sem heimsótti Sport­ing til Lissabon og vann sömu­leiðis 3:0.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Serhou Guirassy, Pascal Gross og Karim Adeyemi fyrir Dortmund í þeim síðari.

Juventus lagði þá PSV að velli, 2:1, í Tórínó.

Weston McKennie kom Juventus yfir í fyrri hálfleik áður en Ivan Perisic jafnaði metin fyrir PSV í þeim síðari. Samuel Mbangula tryggði Juventus svo sigurinn átta mínútum fyrir leikslok.

Síðari leikir viðureignanna fjögurra fara fram í næstu viku.