Norður ♠ D732 ♥ - ♦ Á942 ♣ D10875 Vestur ♠ 8 ♥ ÁKD10987 ♦ KD765 ♣ - Austur ♠ K95 ♥ 6432 ♦ G1083 ♣ 96 Suður ♠ ÁG1064 ♥ G5 ♦ - ♣ ÁKG432 Suður spilar 6♠

Norður

♠ D732

♥ -

♦ Á942

♣ D10875

Vestur

♠ 8

♥ ÁKD10987

♦ KD765

♣ -

Austur

♠ K95

♥ 6432

♦ G1083

♣ 96

Suður

♠ ÁG1064

♥ G5

♦ -

♣ ÁKG432

Suður spilar 6♠.

Svíar héldu langa keppni um landsliðssæti fyrir HM í sumar. Henni lauk um helgina með úrslitaleik sem átti að vera 180 spil en önnur sveitin gaf fyrir síðustu lotuna.

Spilið að ofan er úr leiknum. Við annað borðið sátu Marion Michielsen og Per-Ola Cullin í NS og Cullin byrjaði á 2♣ í suður, lofaði sex laufum. Vestur stökk í 4♥ og Michielsen sagði 5♣. Þau voru pössuð til vesturs sem sagði 5♦, Michielsen sagði 6 lauf og vestur 6♦ þegar að honum kom. Michielsen doblaði en Cullin breytti í 6♠, fékk að spila þá og vann með yfirslag.

Við hitt borðið sátu Fredrik Nyström og Johan Upmark AV. Þar byrjaði suður á 1♣, Nyström sagði 2G, sýndi hjarta og tígul, og norður stökk í 5♣. Eftir tvö pöss sagði vestur 5♥ sem suður doblaði. Norður spilaði út spaða og eftir það gaf Nyström aðeins á tígulásinn í viðbót. Slétt staðið og 17 impa sveifla til sigursveitarinnar.