Ari Freyr Skúlason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, verður aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðs karla þegar liðið mætir Ungverjalandi og Skotlandi í vináttuleikjum í mars. Ísland mætir Ungverjum 21
Ari Freyr Skúlason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, verður aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðs karla þegar liðið mætir Ungverjalandi og Skotlandi í vináttuleikjum í mars. Ísland mætir Ungverjum 21. mars og Skotum 25. mars á Pinatar á Spáni. Lúðvík Gunnarsson, aðstoðarþjálfari U21-árs liðsins, verður í verkefni með U17-ára landsliðinu og mun Ari leysa hann af hólmi á Spáni en Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U21-árs liðsins.