Ekki er óalgengt að menn reyni að gera eitthvað „til hlýtar“, og er lofsvert út af fyrir sig. En hlít, sem þýðir fullnusta, er með í-i. Að kunna umferðarreglurnar til hlítar merkir að kunna þær upp á tíu – fullkomlega

Ekki er óalgengt að menn reyni að gera eitthvað „til hlýtar“, og er lofsvert út af fyrir sig. En hlít, sem þýðir fullnusta, er með í-i. Að kunna umferðarreglurnar til hlítar merkir að kunna þær upp á tíu – fullkomlega. „Mig dreymdi að ég skildi lífið til hlítar en þegar ég vaknaði vantaði aftur eitthvað á það.“