Á flugi inn Ísafjarðardjúp blasti við ratsjár- og fjarskiptastöð Atlantshafsbandalagsins á Bolafjalli yst í Ísafjarðardjúpi. Stöðin er í 622 m hæð og er ein fjögurra slíkra sem eru á hornum landsins. Hinar eru Miðnesheiði, Gunnólfsvíkurfjall við Langanes og á Stokksnesi við Hornafjörð. Kerfið er hlekkur í samþættu loftrýmiseftirliti NATO.
Þessar stöðvar voru byggðar um 1990 og er búnaður þeirra uppfærður reglulega með nýjustu tækni og geta aukin.
Upplýsingar frá stöðvunum eru nýttar til rauntíma stöðuvaktar á Norður-Atlantshafinu, loftrýmiseftirlits, stjórnunar á flugi herflugvéla í loftrýmisgæslu og fyrir gagnasamskipta- og fjarskiptaþjónustu fyrir herflugvélar og herskip auk þess sem upplýsingum er miðlað til stjórnstöðva NATO og aðildarríkja. Gögn úr kerfinu eru að hluta til nýtt fyrir flugleiðsöguþjónustu Isavia ANS auk þess sem þarna er hýstur ýmis fjarskiptabúnaður.
Frá 2007 hefur íslenska ríkið greitt fyrir viðhald og rekstur stöðvanna en með vísan til mikilvægis kemur NATO að stærri endurbótum. Reksturinn er framlag Íslands til varna NATO og aðildarríkja. sbs@mbl.is