Sara Björk Gunnarsdóttir og liðskonur hennar í Al Qadsiah eru komnar áfram í úrslitaleikinn í sádiarabísku bikarkeppninni í fótbolta eftir sigur á toppliði Al Nassr í gær. Venjulegum leiktíma lauk með markalausu jafntefli en Al Nassr komst snemma yfir í framlengingunni
Sara Björk Gunnarsdóttir og liðskonur hennar í Al Qadsiah eru komnar áfram í úrslitaleikinn í sádiarabísku bikarkeppninni í fótbolta eftir sigur á toppliði Al Nassr í gær. Venjulegum leiktíma lauk með markalausu jafntefli en Al Nassr komst snemma yfir í framlengingunni. Sara jafnaði hins vegar metin úr vítaspyrnu á 104. mínútu og leikurinn fór alla leið í vítakeppni. Þar var Al Qadsiah betra og vann vítakeppnina 4:2, sem tryggði liðinu sæti í úrslitum.